SKOTSKÍFAN

 

 

Cal .22


Remington Subsonic LR

Saga:

Sögu cal .22 S (rimfire short) skothylkisins er hægt að rekja allt aftur til þrælastríðsins í Bandaríkjunum. Það var fyrst notað í litlum vasaskammbyssum frá S&W. Það er elsta skothylkið, sem enn er notað í dag. Öll call .22 skothylki (að WRF og WMR undanskyldum) voru hönnuð á dögum svarta púðursins og bera þess greinileg merki. Ef þau eru skoðuð, kemur í ljós, að þau eru randkveikt (rimfire) og að í þau eru notaðar kúlur með mjórri botni (tapered heel bullets). Kúlur fyrir .22 S, .22 L, og .22 LR hafa sama gildleika og skothylkið sjálft þ.e. sá hluti kúlunnar, sem stendur út úr skothylkinu. Sá hluti kúlunnar, sem er innan skothylkisins (þ.e. botninn) er hins vegar mjórri en skothylkið sjálft. Í öllum öðrum nútíma skothylkjum er allur burðarflötur kúlunnar jafnvíður en fremsti hluti skothylksins aðeins víðri en kúlan til að botn kúlunnar rúmist inni í hylkinu. Þsssi nútímahönnun gefur kúlunum því stærri burðarflöt og aukinn gasþéttileika þegar kúlan þýtur fram eftir hlaupinu.


Til samanburðar (stærðarhlutföll ekki rétt):


375 H&H Magnum
270 gr. Supreme® Fail Safe®


Soft Point
.375 Cal. 235 GR

Standard stærðir .22 randkveiktra skothylkja eru:
.22 BB, .22 CB, .22 Short, .22 Long, og .22 Long Rifle (LR). Þessi skothylki eru mislöng en passa þó öll í skothús LR riffils. Raunveruleg hlaupvídd riffla og skammbyssna sem gerðar hafa verið fyrir þessi skothylki er um .218 úr tommu. Innanmál skothylkisins og gildleiki kúlunnar er um .220 úr tommu. BB skothylkið (round ball) og CB skothylkið (30 grain conical ball) eru nær eingöngu notuð í skotsölum skemmtigarða svo sem í Tívolí í Kaupmannahöfn.


Flobert BB Cap, Flobert CB Cap, .22 Short, .22 Long, .22 Long Rifle, .22 Magnum

.22 Short

...er elsta .22 skothylkið elsta skothylkið, sem nú er í notkun. Það er mjög ódýrt í framleiðslu og er aðalega notað til æfinga og til skemmtunar og er það fremur hljóðlátt. Það er einnig notað í skotíþróttakeppnum t.d á Olympiuleikunum og í skotkeppnum með skambyssum svokölluðum "rapid-fire pistol" keppnum.

Nokkrar útgáfur eru til af hylkinu þ.e. "target", "standard velocity", og "high velocity". Einnig er til púðurskot ".22 short blank", fyrir startsbyssur.

Kúlurnar eru úr blýi og vanalega smurðar með feiti, vaxi eða kopar. Kúlurnar eru ýmist afrúnaðar eða með opnum oddi (hollow point). Einungis er hægt að nota það til veiða á mjög litlum dýrum svo sem músum, rottum og mjög smáum fuglum.

.22 Long

Þetta skothylki er í raun fyrir löngu orðið úrelt. Skothylkið sjálft er það sama og fyrir LR og kúlan er sú sama og er í .22 Short þ.e. 29 grain kúla. Þessi samsetning hefur reynst afar illa og mun ónákvæmari en Short og Long Rifle.

.22 Long Rifle

Vinsælasta og besta skothylkið fyrir cal .22. Það er til í target, standard velocity, high velocity, og hyper velocity, annaðhvort með 40 grain blýkúlu eða 32-37 grain kúlu með opnum oddi (hollow-point bullet).

Til er einnig .22 LR shot skothylki með örlítið af #12 höglum. Þetta "haglaskot" er nánast ónothæft ti veiða. Það hefur þó eitthvað verið notað til að veiða mís og önnur smádýr á mjög stuttu færi (minna en 10m) af söfnurum t.d. til uppstoppunar.

Target útgáfan af Long Rifle skothylkinu er ótrúlega nákvæm og er því notuð í skotkeppnum um allan heim, jafnvel á Olympíuleikunum. Target kúlurnar eru yfirleitt smurðar með feiti eða vaxi. Sérstakar hleðslur eru til bæði fyrir riffla og skammbyssur. Notaðar eru 40 grain blýkúlur með hleðslu sem nær hraða sem er rétt undir hljoðhraða til að minnka hávaða og vindrek.

Nafn skothylkis
Þyngd kúlu
Hraði kúlu
rSlagkraftur kúluftur
.22 Short
29 grain
1,045 fps
70 ft. lbs.
.22 Long
29 grain
1,240 fps
99 ft. lbs.
.22 Long Rifle
     
target
40 grain
 
standard velocity
40 grain
1,138 fps.
116 ft. lbs.
high velocity
40 grain
1,280 fps
131 ft. lbs
hyper velocity
32-33 grains
1,500 fps
165 ft. lbs.
Remington Yellow Jacket

Kúlurnar, sem notaðar eru í High velocity LR skothylkin eru yfirleitt sem þaktar eru með kopar til að minnka óhreinindi af völdum blýsins. Kúlurnar eru annaðhvort 40 grain með afrúnuðum oddi eða 36-37 grain með holum oddi, sem eru ákjósanlegri til veiða á dýrum.

Hraði þess við hlaup (muzzle velocity) er 1,280 fps úr 22" hlaupi með orku upp á 131 ft. lbs. Við 50 metra er orkan u.þb. 101 ft. lbs., og 82 ft. lbs við 100m. Þegar þessu skothylki er skotið úr skammbyssu er hraðinn við hlaup um 975 fps og orkan um 78 ft. lbs.


Skotið með cal .22 kúlu
skotrákarkúlu "tracer bullet"

Þessi síða er enn í vinnslu


 

Almennt um cal .22:


Samanburður á nokkrum algengum skothylkjum

cal .22 LR er lengst til vinstri

May your chambers be true to your bores.