SKOTSKÍFAN

 

 

Cal .243 Winchester

Saga:

Cal .243 skothylkið er afbrigði af .308 (líkt og 7mm-08 Rem og .358 Win) því segja má, að .243 sé í raun .308 skothylki með þrengri hálsi. Hylkið var upphaflega hugmynd Bandaríkjamannsins og skotskríbentsins Warren Page, sem hafði þróað skothylki af svipaðari gerð á undan Winshester. Hann hafði verið að gera tilraunir með cal .24 skothylki, sem sérstaklega var ætlað til veiða á smærri dýrum og var kallað af gárungum ".240 Page Pooper".

Menn höfðu almennt á þeim tíma veðjað á að framleiðendur kæmu með nýtt hylki, sem byggt yrði á cal .308 og ætlað til veiða bæði á stærri og minni dýrum og yrði af cal .25. Winchester sá sér leik á borði og kom fram með nýtt skothylki, sem byggðist reyndar á cal. 308 en var með þrengri hálsi og var af cal .24 í stað .25 alveg eins og Warren Page hafði spáð. Þetta var .243 skothylkið. Það hét í upphafi 6mm Winchester en nafninu var breytt í .243 Winchester, þegar það var fyrst sett á markað í Bandaríkjunum árið 1955. Það var í upphafi hannað fyrir Winchester model 70 riffla með boltalás og model 88 riffla með lever lás.


Fljótlega fóru Savage verksmiðjurnar í Bandaríkjunum einnig að framleiða riffla fyrir cal .243 þ.e. Savage model 99 (level) og Savage model 110 (boltalás).



Brátt fóru allir framleiðendur í Bretlandi og reyndar í allri Evrópu að framleiða riffla fyrir skothylki af þessari hlaupvídd. Remington, sem hafði reyndar hafið framleiðslu á eigin 6mm skothylki varð að viðurkenna vinsældir .243 Win hylkisins og hóf framleiðslu á rifflum fyrir .243. Af þeim fjölmörgu skothylkjum, sem sett voru á markað eftir sinni heimstyrjöldina hefur .243 Win ásamt 7mm Rem Magnum náð hvað mestum vinsældum og mestri útbreiðslu. Talið er, að einungis cal. .30-06 sé algengari hvað varðar fjölda framleiddra riffla fyrir ákveðna hlaupvídd. Allir byssuframleiðendur, sem smíða á annað borð riffla bjóða nú upp á hlaupvídd .243 og það fæst nánast alls staðar í heiminum þar sem skotfæri eru seld. Að þessu leyti er það í sama flokki og önnur vinsæl skothyldki af cal .270 Win, .30-30 Win, .308 Win og .30-06 Springfield. Cal .243 Win er í 6. sæti á lista yfir söluhæstu skothylkin í Bandaríkjunum fyrir riffla með boltalás (centerfire).

Almennt um cal .243:

Fljótlega varð ljóst, að .243 skothylkið líkt og önnur 6mm skothylki voru nákvæmari, stóðust betur vind og skiluðu meiri orku á fjarlæg skotmörk en skothylki af smærri hlaupvídd svo sem cal 22-250 og 220 Swift. En það er ekki síst hin mikla fjölhæfni skothylkisins, sem skiptir sköpum hvað varðar vinsældir þess þar sem menn geta notað það til veiða á margvíslegri bráð allt frá minnstu meindýrum upp dýr af hjartarstærð, sem ekki er mögulegt, allavega ekki ráðlegt að veiða með smærri skothylkjum. Menn hafa jafnvel notað það til að fella stærri dýr, þótt ekki sé hægt að mæla með því. Í dag er .243 algengasta skothylkið í Bandaríkjunum, sem notað er til að fella hjartardýr.

Almennt hefur .243 orð á sér að vera mjög nákvæmt, ekki síst vegna hinna mörgu hágæða kúlna, sem hægt er að hlaða það með. Einnig þykir flestum skotmönnum þægilegt að skjóta með því og þeir sem veiða bæði smærri mein (varmint) og hirti losna við að kaupa tvo eða fleiri riffla og eins vegna tiltölulega lítils bakslags (um 10 ft. lbs.fyrir flestar hleðslur).

Segja má, að cal. 257 Roberts og 250-3000 Savage séu álíka langdræg en þess ber að geta að þessi skothylki er ekki nærri eins nákvæm fyrr en kúlan er orðin 120 grains og þá minnkar hraði kúlunnar óhugnanlega hratt. Margir sem hlaða skothylki af stærð .243 sjálfir, hafa notað með góðum árangri H380, IMR-4064 og IMR-4320 fyrir kúlur upp að 87 grains. Fyrir kúlur að þyngd 90 - 101 grains hafa menn notað: H4831, H450, H4350, H414, IMR-4350 og IMR-4831.

(Birt án ábyrgðar, sjá gjarnan: Hodgdon Data Manual, 27th edition) eða Hodgdon Powder Co

Samanburður á nokkrum skothylkjum

Calibre
Bullet Weight (BW)
Case Capacity (C)
C/BW
Cartridge
.224
90.0
40
.446
22-250 Rem
.243
105.4
46
.436
.264
124.4
56
.450
6.5-284 Win
.284
144
64
.444
284 Win
.308
169
75
.444
30-06 Impr'd
.338
203
91
.448
8mm Rem Mag

 

Cal. .243 Winchester



Cal. .308 Winchester
Eins og sést felst meginmunurinn í ummáli hálssins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



























































May your chambers be true to your bores.