SKOTSKÍFAN

 

 

Cal .270 Winchester

Ath .308" er þvermálð á opi .270 hylkisins (bore) en EKKI kúlunnar

Saga:

Það var Bandaríkjamaðurinn Jack O'Connor, sem gerði .270 Winchester skothylkið ódauðlegt með skrifum sínum. Wincester setti það fyrst á markað árið 1925 og er það af mörgum talið ákjósanlegt skothylki til veiða á miðlungstórum dýrum. Því er gjarnan líkt við cal .308 og cal .30-06. Frá upphafi hefur það unnið sér sess sem mjög nákvæmt skothylki til veiða á löngu færi. Það var fyrst sett á markað fyrir Wincester Model 54 riffilinn og síðar fyrir Model 70.


Almennt um cal .270:

Cal .270 hefur orð á sér fyrir að vera mjög nakvæmt skothylki. Sumir halda því hins vegar fram, að ein hlaupvídd sé ekki nákvæmari en önnur, einungis sé um að ræða nákvæmar byssur og nákvæmar hleðslur. Þetta er líklega alveg rétt. Almennt má þó fullyrða, að rifflar sem gerðir eru fyrir hlaupvídd .270 séu mjög nákvæmir. Cal .270 er þekkt meðal skotmanna sem skothylki fagurkerans. Það er ekki einungis eitt af vinsælustu skothylkjunum meðal veiðimanna heldur einnig vinsælt meðal þeirra, sem velja sér gjarnan mjög vandaða og dýra sérsmíðaða riffla og vita upp á hár hvað þeir vilja. Menn komast hreinlega ekki hjá því að virða álit þessa hóps manna. Byssuframleiðendur eru vel meðvitaðir um að orðstýr þeirra getur verð háður því, hvort þeim tekst að framleiða vandaða riffla fyrir .cal 270. Einnig kemur til sú staðreynd, að cal .270 hefur aldrei verið hernaðarskothylki (líkt og .308 og .30-06) svo það eru ekki til miklar byrgðir af lélegum fjöldaframleiddum herrifflum, sem geta komið óorði á það líkt og önnur skothylki, sem notuð hafa verið til hernaðar. Það var gert fyrir og hefur aðallega verið notað í mjög vandaða og tæknilega fullkomna veiðiriffl með boltalás, sem taldir eru hvað nákvæmastir allra riffla.

(Birt án ábyrgðar, sjá gjarnan: Hodgdon Data Manual, 27th edition) eða Hodgdon Powder Co


Athyglisverð grein:
cal .270 í Afríku


Cal. .308 Winchester
Eins og sést felst meginmunurinn í lengd hylkisins og ummáli hálssins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 May your chambers be true to your bores.