SKOTSKÍFAN

Cal .308 Winchester

Skuggamynd af .308 kúlu, sem rífur hljóðmúrinn

"Eitt nákvæmasta og fjölhæfasta skothylkið, sem völ er á".

Saga:

Cal .308 skothylkið hefur unnið til fleiri verðlauna en nokkuð annað skothylki stærra en 6mm. Fljótlega eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar gerðu Bandaríski herinn samning við Winchester og Remington verksmiðjurnar um aðstoð við að þróa nýtt skothylki, sem gæti tekið við af .30-06 skothylkinu sem fram að því hafði verið hið opinbera hernaðarskothylki fyrir riffla þar í landi. Árangur þeirrar samvinnu var nýtt skothylki, sem var stytt útgáfa af .30-06, sem byggð var á .300 Savage og sem í upphafi var nefnt T-65, og sem gat komið 150 grain kúlu upp í 2,750 fps, sem var mjög nálægt eiginleikum .30-06. Árið 1954 var það tekið upp af bæði Bandaríkjaher og Nato og var nafni þess breytt í 7.62mm NATO. M.a. var það notað í hinn kunna hernaðarriffil M-14, (sem mikið var notaður á árunum milli 1957 til 1964 og var notaður í byrjun Vietnamsstríðsins, Hinn nýi M-16A2 notar hins vegar M855 þ.e 5.56 x 45mm, þ.e. cal .233, sem er í raun merkilegt) og er í dag standard skothylki fyrir marga nákvæma riffla t.d. fyrir leyniskyttur (sniper riffla) og mörg sjálfvirk vopn m.a. vélbyssur. Menn hjá Winchester sáu fljótlega fram á, að þessi nýja hlaupvídd, sem herinn hafði lagt blessun sína á, yrði skjótt mjög vinsæl meðal almennra borgara og þörf var á þjálla nafni. Árið 1952 skýrði Winchester það því ".308 Winchester" og sló þannig Remington og sjálfum hernum ref fyrir rass a.m.k. hvað nafngiftina varðarði.

Vegna þess hve .308 skothylkið er stutt, var unnt að framleiða fyrir það margs konar skotvopn. Það varð því fljótt afar vinsælt til veiða stærri dýra og ekki einungis fyrir riffla með boltalásum heldur einnig fyrir pumpur, einskota riffla, sjálfvirka riffla og riffla með hverfilásum eða griplásum (lever action). Cal .308 líkti nákvæmlega eftir eiginleikum .30-06 standard M2 skotfæra: 150 grain FMJ spitzer kúla, sem nær hraðanum 2,750 fps en í styttra skothylki (munurinn er 0,55 úr tommu). Ástæðan fyrir því, að herinn óskaði eftir minna skothylki var fyrst og fremst þyngd skothylkisins þar sem hermenn gátu nú borið mun fleiri skothylki í einu þar sem þau voru talsvert léttari en cal .30-06. Minna skothylki þýðir minna af þungum málmi á hvern hermann og kallar yfirleitt á minni og léttari riffla og því er hægt að hlaða meira af skotvopnum í herbíla, flugvélar og önnur farartæki. Einnig kom til mikill sveigjanleiki þar sem hægt var að smíða fleiri tegundir vopna fyrir styttra skothylkið. Ástæðan fyrir þessum breytingum var því ekki sú, að menn væru í sjálfu sér óánægðir með frammistöðu .30-06.

Almennt um cal .308:

Bullet diameter
0.308"
Bullet weights :

123 - 200 grains (factory)
90 - 220 grains (reloads)

Sectional density :
0,249 (165-gr bullet)
Standard rifle twisting:
One turn in 12 inches
Max overall length:
2,810 inch
Case capacity:
50 grains of water
SAAMI* max average pressure:
52,000 cup (copper crusher method)
62,000 (conformal transducer method)

*SAAMI = civilian

Almennt um cal .308:

Í fljótu bragði virðist vera út í hött, að velja hið stutta cal .308 í stað .30-06 fyrir riffla með boltalásum eða sjálfvirkum lásum þar sem styttra skothylki af sama caliber getur aldrei verið betra en lengra hylkið. Það hefur þó reynst mun betur í rifflum með griplás svo sem Savage Model 99 en t.d. skothylki af cal 30-30.

Cal .308 hefur reynst afburða skothylki. Margir telja það eitt fjölhæfasta og nákvæmasta skothylkið sem völ er á að hlaupvídd .30, bæði til veiða og til keppni í skotfimi allt að 1,000 metrum. Það er 5. í röðinni af söluhæstu skothylkjum fyrir riffla (centerfire) í Bandaríkjunum. Það dugar vel á stærri hjartardýr en er af mörgum ekki talið allra besta skothylkið fyrir elgi og/eða stærri og hættulegri dýr. Bakslagið er um 19 ft. lbs í 4 kg þungum riffli, með 180 grain verksmiðjuhleðslu. Í mjög léttum riffli (rúm 3 kg) myndi bakslagið hins vegar vera um 22 ft. lbs. Margir telja, að ef maður ætlar sér að eiga einungis einn alhliða riffil þá eigi maður að velja cal .308. Þetta er að vísu umdeilteins og allt annað sem viðkemur skotvopnum. Önnur góð alhliða skothylki eru auðvitað til svo sem .270 og .30-06. Eitt er þó víst, að .308 er albesta skothylkið fyrir riffla með stuttum lás þ.e. "short action". Þessir rifflar eru fremur fíngerðir og léttir en um leið mjög sterkir og hefur það aukið á vinsældir .308. Sem dæmi um mjög vandaða riffla, sem smíðaðir hafa verið fyrir .308 má nefna Browning Micro Medallion, Remington Model 7, Ruger M-77RL Ultra Light og M-77RSI International, Savage Model 11 og Sako 75, sem allir eru með boltalás. Einnig má nefna riffla með hverfiláls (lever action) svo sem Browning Short Action BRL og Lighting BRL og Savage 99.
SAVAGE99.COM

Algengustu standard kúlustærðirnar fyrir .308 eru 150 grain, 165 grain og 180 grain en hægt er nota kúlur allt að 200 grains að þyngd.

Nafn
Þyngd (grains)
SD
BC
Hraði (MV fps)
Sierra boat tail spitzer
150
.226
.416
2900
Sierra flat base spitzer
150
.387
2700
Sierra boat tail spitzer
165
.248
.453
2620
Sierra boat tail spitzer
180
.271
.530
Sierra boat tail spitzer
200
.301
.556

(Birt án ábyrgðar, sjá gjarnan: Hodgdon Data Manual, 26th edition)

Veiðar með cal .308:

Með 15 grain kúlu nær .308 hraðanum 2,800 fps á meðan .30-06 nær með sömu kúlu hraðanum 2,900 fps (civilian load). Stærðin skiptir því alltaf máli í þessu sambandi!
Hægt er að fá verksmiðjuhleðslur fyrir .308 (factory loads) allt frá 123 grains og upp í 200 grains kúlur. Með léttari kúlunum er vel hægt að nota .308 til veiða á smærri dýrum svo sem minnkum og refum. Stærstu kúlurnar eru í raun ekki heppilegar fyrir .308 hylkið. Það nýtur sín hvað einna best í byssum til veiða á hjartardýrum (deer rifle) með kúlu frá 150 grains til 180 grains. Mörgum þykir það of létt til veiða á stærri dýrum svo sem elgum en það er þó vel hægt að nota það til slíkra veiða þó mælt sé með stærri skothylkjum svo sem cal .30-06.

Íþróttaskotfimi með cal .308:

Cal .308 er eitt nákvæmasta skothylki, sem völ er á yfir 6mm. Það hefur unnið til margra verðlauna á ferli sínum. Það er þó heldur stærra en bestu BR (bench rest) skothylkin t.d. .243. Ekki er óalgengt að nýjir óbreyttir rifflar með verksiðjuhleðslum nái beint úr kassanum nákvæmni sem er að stærðargráðunni 5 skot á minna en einni tommu á 100 yarda færi. Jafnvel hefur sést mun meiri nákvæmni en þetta jafnvel allt að fjórðungi úr tommu.

Að hlaða sjálfur cal .308:

.308 er mjög vinsælt hjá þeim sem hlaða sín skothylki sjálfir. ÞAð er 4. vinsælasta skothylkið þvað þetta varðar í Bandaríkjunum á eftir .30-06, .223 og .38 Special. Eins og áður hefur komið fram er úrvalið á kúlum mjög mikið og hægt að fá þær allt frá 90 grains upp í 220 grains. Kúlur yfir 180 grains eru þó fremur óstöðugar og því ónækvæmar. Fyrir kúlur á bilinu 150 grains til 180 grains nota menn gjarnan púður svo sem Alliant RL-15, Accurate 2460, Hodgdon Varget, IMR 4064, Norma 202, RamShot TAC, VihtaVuori N135 og Winchester 748. Völ er á mun fleiri tegundum. Dæmigerð hleðsla fyrir 150 grains kúlu gæti verið 46 grains af Alliant RL-15, sem gefur um 2,800 fps (byrja með 41 grains). Fyrir 165 grains kúlu nota menn gjarnan 46 grains af Hodgdon Varget, sem gefur um 2,700 fps (byrja með 41 grains). Fyrir 180 grains kúlu er hægt að nota 44 grains af N150 sem gefur um 2,600 fps (byrja með 39 grains)
(Birt án ábyrgðar, sjá gjarnan: Hodgdon Data Manual, 27th edition) eða Hodgdon Powder Co


Að lokum um cal .308:

Einn helsti kosturinn við .308 skothylkið eru þeir, að úrvalið af byssukúlum fyrir það gríðarlega mikið og eins er það talið afar nákvæmt. Það hentar vel til veiða á hjartardýrum og öðrum miðlungsstórum dýrum svo sem hreindýrum en er heldur máttlaust fyrir mjög stór og hættuleg dýr. Það er vel keppnishæft í íþróttaskotfimi upp á 1000m. Það er hins vegar ekki mjög heppilegt fyrir byrjendur vegna bakslagsins, sem menn þola þó misjafnlega vel og hins mikla hávaða, sem kemur úr hlaupinu (mussle blast). Að þessu leyti hentar .243 mun betur byrjendum, eða jafnvel .270.

Cal. .03-06 SpringfieldCal. .308 Winchester
Eins og sést felst meginmunurinn í lengd hylkisins og ummáli hálssinsJack O'Connor: "The .308 is a big punch in a small case"

May your chambers be true to your bores.